Það er búið að vera brjálað að gera í skólanum síðustu daga. Við erum búin að vera að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem við söfnuðum að okkur í Berlín. Haldin verður sýning á afrakstri þessarar vinnu í fyrramálið. Ykkur er að sjálfsögðu öllum boðið að kíkja á mig milli 9 og 14 á morgun.
Hópurinn minn ákvað náttúrulega að fara krísuvíkurleiðina í þessari vinnu (af því að við elskum að vera í tímaþröng, eyða allt of miklum tíma í skólanum og sleppa því að borða), því að við ákváðum að gera Stop-Motion mynd um okkar niðurstöður í stað þess að gera upphengi. Þeir sem þekkja Stop-Motion, vita að það ferli tekur laaaaaangan tíma og krefst mikillar vinnu. Þannig að við erum búin að sitja sveitt við tölvur og myndavélar síðustu daga og nætur til að klára þetta blessaða myndband. Sem betur fer er myndbandið mjög fínt og flott miðað við þann stutta tíma sem við í raun höfðum til að gera videóið. Það verður svo sýnt á risatjaldi í fyrramálið fyrir alla á önninni. Vei. Við gerðum samt að sjálfsögðu líka upphengi. Ég á svo að kynna fyrir okkur, þar sem að þeim finnst ég vera best/skást í ensku í hópnum. Ég myndi að sjálfsögðu skella inn fyrrnefndu videói ef að bloggsíðan leyfði videó sem eru stærri en 100 mb. Videóið er sko 108 mb, þannig að það er pínu pirrandi að geta ekki deilt því með ykkur.
En þar sem að við í hópnum erum núna búin að eyða svo miklum tíma saman bæði kvölds, morgna og einstaka nætur, að við erum komin með rosalega mikinn einkahúmor sem vill myndast þegar þreytt fólk eyðir of miklum tíma saman. Ég heiti til dæmis núna Ragnaragnaragna þar sem að franski gaurinn setti nafnið mitt inn í eitthvað forrit sem les upp það sem maður skrifar og það hikstaði svo mikið að það sagði Ragna þrisvar. Þetta fannst öllum stórkostlega fyndið klukkan 3 að nóttu, þannig að nú heiti ég Ragnaragnaragna. Norska stelpan heitir núna Pdf, þar sem að í miðri hljóðupptöku þar sem enginn mátti segja neitt, var hún að vinna í einhverri mynd og var að vista myndina og sagði óvart "pdf" inn á upptökuna. En þetta er búið að vera rosalega gaman. Svo eftir sýninguna verður sko "fredagsbar" þannig að það verða allir hressir þá. Þá kannski þorir maður að fara að tala við þessa ógnvænlegu dani.
Annars er hér mjög nýleg mynd af mér fyrir þá sem mögulega sakna mín.
Þá kannski saknið þið mín minna...
Updeit: hér kemur vídeóið:
HAHAHA þessi mynd! En já - Úff fæ smá kvíðanútskast af því lesa um allt stressið, held ég se algjörlega dottir úr öllu formi hvað það varðar, gveð! - Hefði verið gaman aðsjá afraksturinn :D Maður hefur nu sko tekið þátt í einu eða tveimur stop-motion videoum..
ReplyDeleteþessi mynd fékk mig bara til að sakna þín meira!
ReplyDeleteen, það er gaman að það sé gaman... í allri geðveikinni... einkahúmor er bestur!
dessertinn
www.vimeo.com er vinur þinn systir kær.
ReplyDeleteVá þú ert búin að breytast rosalega, allt of langt síðan ég hef séð þig! hohoho. :)
ReplyDeleteMér sýnist þú þurfa að fara í megrun.. Þú ert kominn með alltof feitan háls. ;)
ReplyDeletehmm..flott video.. og ég sem hélt að þú værir að læra arkitektúr en svo ertu bara í kvikmyndagerð..
ReplyDeletegeðveikt videó! Geðveikur Arkitektúr! Sjittó töffó! hlakka til að sjá meir meir meir! knús hildur (Sigurvin, við þurfum að ræða saman um hvað er og hvað er ekki arkitektúr!!!!)
ReplyDeleteVááá geeðveikt flott vissi ekki að þú værir svona flink! djók vissi það víst. EN sé hvað þú bara blómstar þarna bara búin að grennast og allt!
ReplyDeleteHEVÍ NÆÞ!!:D
ReplyDeleteTakk fyrir skranka mín og mamman fær gæsahús af skemmtan og yngist upp af fjöri við að horfa á vídóið - ferlega flott og gaman að pæla í þessu og þu skýrir þetta fyrir mér - þegar ég kemu - hlakka svo til að sjá þig... mikið.
ReplyDelete