Tuesday, September 1, 2009

Árósar eru Smárósar!

Velkomin á upplýsingaveituna mína.

Hér ætla ég mér að skrifa aðeins um hvað á daga mína drífur meðan ég er í námi í Árósum, svo að þið getið fylgst aðeins með mér.

Ég ætlaði að byrja á að skella inn nokkrum myndum.


Þetta er húsið mitt á Fynsgade 9. Ég á heima í kvistglugganum. Gardínurnar fylgdu herberginu mínu og eru dregnar fyrir því að ég gleymdi að draga þær frá í morgun. Staðsetningin er æðisleg. Það tekur mig um 10 mín að labba í skólann (örugglega 3-4 mín þegar ég er búin að finna mér eitthvað hjól til að ferðast á)

Þetta er svo útsýnið úr boðrstofunni heima hjá mér. Útsýnið er rosalega flott í góðu veðri... svo fæ ég líka af og til að sjá alla hafnarkranana hreyfa sig.


Þetta er svo borðstofan mín, eða öllu heldur borðstofan sem ég hef fullan aðgang að. Ég á náttúrulega ekkert í þessu. Takið eftir fína fína appelsínugula Verner Panton lampanum sem að meðleigjandi minn á. Fínerí! Meðleigjandi minn er jafngömul mér og er að læra eitthvað hagfræði/banki/peningar-eitthvað og hefur mestan áhuga á að vinna með markaðsgreiningar og þess háttar. Hún er alveg svakalega fín og þægilegt að búa með henni. Hún er líka búin að sýna mér borgina og er búin að vera afar hjálpleg með þetta allt saman.

Hér er svo restin af borðstofunni ásamt holinu og dyrasímanum...
Kannski ekki mest spennandi mynd í heimi, en við vorum að spá í að skella upp smá hljómflutningsgræjum upp á skenkinn svo maður gæti hlustað á útvarp á morgnana og meðan maður er að elda.


Hér er svo dvergvaxna eldhúsið okkar. Við ætlum að kaupa grunnvörur sameiginlega í matinn þar sem að ísskápurinn er svo lítill að það þýðir ekkert að vera með tvö smjör og tvær gúrkur og þess háttar. Við ætlum líka að elda oft saman og hafa það huggulegt. Ég keypti basil-ið sem er í glugganum til að hún haldi að ég sé svona heimilisleg... haha.


Svo skellti ég mér til Óðinsvéa á sunnudaginn með fjölskylduvinkonunni Karen. Fórum að heimsækja Svönu frænku og Kim, kærastann hennar sem búa þar. Helga og Ævar voru í heimsókn þannig að það var alveg upplagt að skreppa yfir Litla-beltið.

Annars ætla ég að taka fleiri myndir af Árósum sjálfri sem fyrst. Og já, ég fæ húsgögnin mín sem ég keypti í Ikea í gær afhent einhvern tíma í dag, þannig að ég skelli örugglega bráðum inn myndum af herberginu mínu þegar ég er búin að skrúfa þetta allt saman.

Annars sakna ég ykkar allra... ótrúlega skrýtið að vera allt í einu bara ein í Danmörku. Reyndar var fyrsti skóladagur í dag og það var bara mjög fínt. Hitti þar íslendingana sem ég kannast nú við frá því í Listaháskólanum. En ég ætla að vera rosa dugleg að kynnast allra þjóða kvikindum hérna úti. Ég var meira segja sett í hóp með norskri stelpu, ítalskri stelpu og frönskum strák í verkefninu sem við erum að fara að takast á við á þessari önn. Segi ykkur meira frá því síðar.

14 comments:

  1. vei fyrst að kommenta !

    En spennó! gaman að heyra að það gengur vel, líst vel á íbúðina :)

    knús í tætlur!

    ReplyDelete
  2. Vá ertu ekki að kidda mig hvað þetta er huggó! virkar geeðveikt næs. Þið eigið eftir að hafa það rómó saman þú og nýja vinkona þín efa það ekki ;) sakn þín!

    ReplyDelete
  3. hey jonina var einni mín á undan! er hún þá betri vinkona? það var bara út af því ég var ekki að fatta hvað maður átti að stilla þegar maður commentaði! :D

    ReplyDelete
  4. vei! þetta lítur ekkert smá vel út hjá þér snúllinn minn!!! ... og svona til að hafa það á hreinu, þá ertu mjög heimilisleg, hvort sem þú splæsir í ferskann basil eður ei... :)
    Hlakka til að kíkja til þín í heimsókn!
    Dessertinn

    ReplyDelete
  5. Geðveikt Panton ljósið maður og allt ótrúlega krúttlegt þarna hjá þér :)

    Hlakka til að fylgjast með blogginu.
    Gangi þér vel í skólanum :)

    kv. Tinni tinn

    ReplyDelete
  6. Gaman að sjá nýju síðuna og fá að skoða myndir frá þér. ;)
    saknaðar kveðjur frá mér og Zorro,
    Sigurvin.

    ReplyDelete
  7. Æðislegt elsku Ragna, mér líst vel á þetta og vona að ég fái séns á að kíkja við hjá þér og uuu flytja inn. ok? Og sammála Dessert, þú ert heimilisleg- þýðir ekkert að þykjast EKKI vera það, þarna Miss Ég-bý-sjálf-til-sushi-og-er-alltaf-að-baka-og-bjóða-í-pönnsur.. :)
    Sakningur og knús, María

    ReplyDelete
  8. Svaka kósí hjá þér Krútthildur, ég er alveg en að melta það að þú sért bara komin til DK og klára þennan pakka! Ohh hvað ég vildi að ég væri með í arkifjörinu, en held bara áfram að reyna hehe.. Hlakka allavega til að lifa draumin í gegnum bloggið þitt. Verð dugleg að fylgjast með svítí!
    Hrabbison

    ReplyDelete
  9. ýktað cosý rómans! Held að þetta sé huggulegasta blogg í ágúst! Hlakka svo til að sjá fleiri myndir! Hafðu það svaka gott í Árósum! Og fáðu þér einn Ale nr 16 frá mér!

    knús
    hildur

    ReplyDelete
  10. veivievievei víííí... mér lýst ekkert smá vel á þetta allt saman!
    og jafnvel ennþá betur á þetta bloggerí þitt ;)
    ég fylgist með þér og reyni að muna að kasta kveðju á þig stundum.
    njóttu þín vinkona mín
    og hei, var ég ekki fín og fyndin í uniforminum? meeeega heit? hahahah... ;D
    sunna

    ReplyDelete
  11. Hlakka til að fylgjast með þér á þessari síðu elsku stelpan mín :)

    Pabbi

    ReplyDelete
  12. Elsku Ragnheiður mín, eins og við er að búast hjá þér, ertu ekkert smá dugleg að gera allt svo krúttaralegt og fínt. Hlakka til að fylgjast með þér á síðunni þinni, vertu rosalega dugleg að setja inn bæði myndir og fréttir. Söknum þín svakalega mikið og svo er litli bró að fara líka, uhuhuhuh, þið eruð agaleg, ennnn gangi ykkur alveg rosalega vel og farið varlega í þessu öllu:) Kossar og knús frá Stínu stjúpu:)

    ReplyDelete
  13. Lilja aka "lilli minn"September 2, 2009 at 11:13 PM

    Húsið er nett.
    Lampinn er nettur líka.
    Nett skiluru.
    "Nett" er í tísku hjá mér þessa vikuna...

    Frábært að meðleigjandagellan sé svona almenileg og hafi huggulegt í kringum sig. Þetta lítur vel út, hef góða tilfinningu fyrir þessu sko...
    En hressandi að þú nennir að taka fram hjólið til þess að parkera því aftur 3-4 mínútum síðar... :D Heh. Sweet.
    Knús og góðir straumar :)

    ReplyDelete
  14. Hæ hæ. Virkilega sæt íbúðin þín. Skrýtið að vera "alltíeinu" bara í öðru landi og kippt út úr þægileg heitunum þar sem maður þekkir allt, kann á allt og bara veit allt. En svo er hitt svo skemmtilegt að læra á allt og kynnast nýju fólki.
    Hafðu það rosalega gott og gangi þér vel.
    Hlakka til að fylgjast með þér.
    Kær kveðja
    Erla Ósk Münchenfari

    ReplyDelete