Monday, September 7, 2009

Herra Fjóli

Má ég kynna ykkur fyrir Herra Fjóla!
Herra Fjóli er nýja notaða hjólið mitt. Fjóli er með svona líka agalega fína körfu framan á sem að er ákkurat passleg fyrir skólatöskuna mína. Ég gerði mælingu á hversu lengi ég er á leið í skólann á Fjóla og þá kom í ljós að ég er rétt rúmlega 30 sek að hjóla í skólann. Hins vegar er ég alveg svona 5-7 mín á leiðinni heim. Ég hef nefnilega einstækan hæfileika til að lenda alltaf í því að búa uppi á fjalli... meira að segja í Danmörku. En ég kvarta ekki, því að Fjóli er sko þriggja gíra og tekur hvaða dönsku brekku sem er í nefið.

Annars er það bara Berlín á miðvikudaginn. Reikna með að taka rútuna til Berlínar ásamt svona 80 öðrum, en mun svo búa í íbúð með íslenskum stelpum sem ég á samt eftir að kynnast betur. En þær buðu mér að vera með þeim í íbúð og auðvitað segir maður ekki nei við slíku boði. Það kostar 350 danskar aðra leið... sem er alveg einhver 8000 kall, en maður harkar það af sér og reynir bara að sleppa því að borða í staðinn þar sem að óvinur minn númer eitt: Lín er ekki ennþá búin að ganga frá mínum málum.

Við Guðni, sem er einnig nýbyrjaður í náminu nema á annarri deild, erum búin að kíkja tvisvar út síðan ég kom. Fórum aðeins út á lífið á föstudagskvöldið, og þar komst ég að því að það er EKKI hægt að ganga um á háum hælum í Árósum, þannig að ég varð pínu fegin að ég tók bara tvö pör með mér út. Við komumst líka að því að við þurfum eiginlega að finna stað sem væri svipaður Karamba eða KB eða Boston, en höfum ekki fundið neinn enn sem komið er.

Á laugardaginn var fór ég svo í danskt fertugsafmæli í Silkiborg hjá Jens-Peter, kærastanum hennar Karenar, þar sem smjör draup af hverju strái og bjórflöskur og rauðvínskaröflur birtust eins og englar af himni (vá frekar ýkt lýsing, en sönn þó). Ég gekk nú hægt um gleðinnar dyr, því að það er ekki hægt að vera þjóð sinni til skammar við svona tilefni en fór þó ekki í háttinn fyrr en um hálf fimm. Margir veislugestir gistu hjá gestgjöfum og það gerðum við einnig... það er að segja ég, Svana og Kim. Við fengum okkar eigið herbergi. Um morguninn var svo m0rgunmatur, heitar bollur, nýbakað rúbrauð, margar tegundir af ostum og djúsum.

Svo fékk ég lítið sjónvarp með mér í nesti þegar við kvöddum veisluhaldarana. Vei, þá þarf ég bara að finna mér sjónvarpsloftnetssnúru. Mun þó varla horfa á mikið annað í þessu sjónvarpi en fréttir, þar sem að skjárinn er í alvöru 14 tommur. Það er þó innbyggt vídjótæki í sjónvarpinu, þannig að ég gæti (endurtek: gæti) skaffað mér einhverjar gamlar spólur á klink ef ég vildi. Efast samt um það. Við skulum sjá hver viðbrigðin verða við að horfa allt í einu á 14" Dantax sjónvarp þegar maður er vanur fallega og fína B&O sjónvarpinu heima.

Er núna að standa í tölvuveseni, installa forritum og reyna að setja upp windows í tölvunni og bla bla bla... ýkt leiðinlegt. Ætti að vera að lesa greinar fyrir skólann, en langaði meira að blogga.

Ætla samt að segja þetta gott í bili. Farin að sakna allra. Túristaleiknum mínum fer brátt að ljúka og söknuður að fara kikka inn.



5 comments:

  1. Haha vá en meginlandslegt að taka rútu til Berlínar.. Er væntanlega að skrölta um í rútunni núna..- En þú ert krútt, og skólahetja - Have fun í Berlín

    ReplyDelete
  2. Þú ert hetjan mín Ragna, ótrúlega dugleg að drífa þig út í nám :)

    Líkar vel þetta partý sem þú fórst í, greinilega alveg keppnis.

    ALltaf gaman að kíkja á bloggið þitt vinan, góða skemmtun í Berlín.

    Kveðja frá AK city

    ReplyDelete
  3. Haha, þú verður að koma í heimsókn til mín, ég bý á Everest. Gætir samt orðið úti á leiðinni, maður fer aldrei of varlega.

    ReplyDelete
  4. Mérfinnst fjólu vanta slýgrænt punt. Þú finnur út úr því. Fóruð þið í sovebus eins og við forðum.E..

    ReplyDelete
  5. Hlakka til ad lesa Berlinarblogg!
    Maria

    ReplyDelete