Thursday, September 3, 2009

Skólafregnir

Jæja góðir hálsar

Þá langar mig að segja aðeins frá skólanum mínum.

Fyrir utan að vera í 10 mín. göngufæri frá heimili mínu, þá er skólinn staðsettur í svona milljón byggingum á svona 100 metra radíus þannig að það getur alveg verið svolítið ruglandi að vita hvert maður eigi nú að fara fyrir hvert erindi.

Ég var svo frekar hissa að komast að því á kynningarfundinum á þriðjudaginn var að gert er ráð fyrir að öll kennsla á þessari deild fari fram á ensku, því að það eru svo rosalega margir erasmus og gestanemendur hvaðaæva að úr heiminum á þessari braut. Það skiptir mig nú engu máli hvort þetta sé á ensku eða dönsku eða jafnvel íslensku. Það er samt fyndnast í heiminum að hlusta á þessa misungu dönsku kennara tala ensku. Danir eru með svo rosalega sterkan hreim þegar þeir reyna að tala ensku að það er eiginlega bara meira en rosalegt. Svo er þeim alveg fyrirmunað að geta gert greinamun á eintölu og fleirtölu í töluðu máli. dæmi: There is a quite many peoples who live there and they is a cultural isolated unit.

Okkur var svo öllum skipt í hópa og var búið að raða hópunum niður í vinnustofurnar. Ég er í hóp með ítalskri stelpu sem heitir Tína, frönskum strák sem heitir Flórent en maður ber það eiginlega fram sem flo'r'ah og svo í lokin er norsk stelpa í hópnum okkar sem heitir Anette eða eitthvað svoleiðis. Hún er samt búin að vera í Árósum í 4 ár, eða frá því að hún byrjaði í skólanum. Hún var bara fyrsta daginn og er núna eitthvað mjög veik, þannig að við nýju nemendurnir erum búin að vera hlaupandi um eins og hauslausar hænur að leita að internetkóðum, prentkóðum, dyrakóðum, mismunandi skrifstofum, umsóknareyðublöðum og ég veit ekki hvað og hvað.

En já, frá 9-15 sept er svo förinni heitið til Berlínar með deildinni þar sem við eigum að takast á við verkefni sem á að tengja saman mismuandi heima borgarinnar, það er að segja austur og vestur ásamt því að tengja saman enskismannsland sem lá undir múrnum og nýbúagettóhverfið. Agalega spennó. Ekki skemmir að áin Spree rennur letilega þarna á milli þessara tveggja heima þannig að það verður spennó að sjá hvernig prógrammið þróast.

Segi þetta nóg í bili, enda yfirferð á morgun og maður þarf nú að vera vel útsofinn.

8 comments:

  1. Hva bara strax farin að skoða stórborgir!!

    Djöfulli hljómar þetta spennandi - !

    You go girl
    Hilsen ;)

    ReplyDelete
  2. en áhugavert verkefni og við Gunnar eigum margar góðar myndir Berlín af múrnum og brotum og fl. Láttu vita ef þú vilt sjá þær en þær eru á fickrvefnum hans Gunnars

    ReplyDelete
  3. hæ hó og jibbi jei. það er að koma helgi, rigningarhelgi. sé þig á morgunn. knús
    Skúnkurinn

    ReplyDelete
  4. Hi elsku besta snullan min og til hamingju med tetta allt saman. Yndislegt ad vita ad tu ert komin a fullt i nam aftur. Eg verd ad koma vid i Danmorku naest tegar eg verd a ferd heim fra Afriku. Gangi ter rosalega vel Skranka min og knus og saknadarkvedjur fra Zimbabwe. Tin Huld

    ReplyDelete
  5. Þetta var einmitt það sem ég þurfti til þess að geta fylgst með þér ljúfan mín. Ánægjulegt að heyra "spenninginn" í þér og kósý lítil íbúð sem þú hefur fengið. Vonandi stendur þetta nú allt undir væntingum. Sakna þín strax. Kristín

    ReplyDelete
  6. gaman að segja frá því að ég fór einu sinni í partý útá miðri Spree í Berlín, fór í kajak útá einhvern steypuklumb sem var víst einu sinni stoð fyrir brú.... ekkert leiðinlegt!
    En þetta hljómar heavy vel allt saman! vei, ævintýri!
    dessertinn

    ReplyDelete
  7. Oj en spennó! Berlinarleiðangur kallar bara á kokteilferð á Erdbeer! Besti Strawberry Daquiri sem ég hef smakkað! Og hey, Fiskfélagið var mega succsess.. Fórum í trip um Ísland og allir svaka sáttir, þjónustan æðisleg og allt! - En hvað er maður lengi að fara á milli Kaupmannahafnar og Árósa..Svona ef maður kæmi í besög...

    ReplyDelete