Tuesday, September 15, 2009

Berlín

Þá er maður nýkomin úr skólaferð til Berlínar. Berlín var ljúf í alla staði fyrir utan aumar axlir... Maður þurfti náttúrulega alltaf að vera að burðast með myndavél, skissubækur og allar tegundir af litum og pennum vegna verkefnisins sem við vorum að vinna að í Berlín. Ég hef þó ákveðið að blogga betur um verkefnið þegar það er farið að skýrast.


Hérna er mynd af okkur skvísunum sem leigðum okkur saman íbúð í Berlín. Það var líka mjög gaman að hitta hinar íslensku stelpurnar á deildinni loksins.
Talið frá vinstri: Árný, Eyrún, Móa, Magga, Veronica (sem er reyndar norsk) og ég. Þarna fórum við saman út að borða á laugardaginn á mexíkanskan stað, sem reyndist vera alveg glataður! En kvöldið endaði samt vel... skemmtanalega séð.


Hér er mynd frá einum af stöðunum sem við fórum á. Hann heitir Yesterday og af einhverjum ástæðum ramba ég alltaf þarna inn þegar ég er í Berlín. Það er samt búið að breyta honum aðeins núna. Í staðinn fyrir alla peningaseðlana sem hengu í loftinu þegar ég kom þarna í fyrsta og annað skiptið, hangir núna grænt loðið teppi, með fullt af pappamassafígúrum úr Mæju Býfluguþáttnum og sveppum. Frekar steikt, en afskaplega hressandi eftir flatneskju skemmtistaða hér í Árósum.


Þetta er einn uppáhaldsmaturinn minn í Þýskalandi. Kjúklingadöner með jógúrtsósu. Best, ódýrast og matarmest. Reyndar fékk ég mér svona bara einu sinni.



Ég arkitektaðist nú ekki mikið um borgina, einbeitti mér frekar að verkefninu sem við þurftum að vinna fyrir skólann. Ég var nú búin að sjá mikinn meirihluta þess sem kennararnir bentu okkur á að sjá. Ég fór þó og kíkti á Samnorræna sýningarskálann. Að þessu sinni var lítil krúttsýning um danskan sjálfbæran arkitektúr. Sjálfur litli skálinn utan um þessa dvergsýningu var byggður úr ávaxtakössum úr tré og svo hafði bara verið heftaður plastdúkur yfir til að hlífa fyrir veðri og vindum.



Þetta fannst mér frekar fyndið. Múltískófla fyrir alla sendiherrana. Það var búið að hengja hana upp á frekar afviknum stað í sýningarskálanum ásamt mynd af sendiherrunum við fyrstu skóflustunguna.



Við þessa litlu á sem rennur gegnum Kreuzberg hverfið sat ég með Anitu, norsku stelpunni í hópnum mínum og drakk einn bjór meðan kvöldið lagðist yfir borgina. Ótrúlega æðislegur staður. Við sátum á stepta kantinum hægra megin fyrir miðri mynd og ræddum heimsmálin og aðra þarfa hluti á Panskandinavísku og rétt innan við allan gróðurinn voru fullt af körlum og drengjum að spila botcha saman á mörgum völlum. Alveg frábært. Fyndið að segja frá því að ef ég byggi ekki með danskri stelpu, þá myndi ég örugglega ekki tala neina dönsku, því að eina fólkið sem maður talar við eru íslendingar og norðmenn, án þess þó að maður sé að sækja eitthvað sérstaklega í það. Spes...



Hér er svo lélegt mynd af einu besta sushi sem ég hef fengið. Ákvað að nýta tækifærið meðan maður væri í menningarborg að fá mér gott sushi.... og ómægod hvað þetta var delissíus. Öfugrúlla með gúrku, philadelphia rjómaosti, sesamfræ uatn á og djúpsteiktu lax innan í. Svo var túnfiskrúllan alveg snilld líka.



Ég vaknaði svo eldsnemma til að missa ekki af rútunni heim. Við vorum þó stoppuð af tollurum og lögreglu á leiðinni. Fyrst fengum við skilaboð um að sitja kyrr í rútunni, svo að finna til vegabréfin okkar. Svo var einn lögreglumaður sendur inn í rútuna og hann labbaði einn hring og út aftur án þess að líta á eitt vegabréf. Svo var okkur sagt að þeir ætluðu að sleppa okkur. En nei, svo var bílstjórunum tveimur skipað að taka út allan farangur út úr rútunni. Svo var öllum skipað að fara út úr rútunni með allan farangurinn sinn og svo öllum skipað að fara með farangurinn sinn í gegnumlýsingartækið sem þeir vorum með í hvíta vörubílnum þarna rétt hjá.


Svo að lokum er hér ein klassísk mynd af dönsku landslagi... Hugsið ykkur að sitja í 9 klukkuíma í rútu og horfa bara á endalaust svona...


11 comments:

  1. Hef einu sinni tekið lest frá Köben til Hamburgar, frekar boring landslag :)

    Elska að lesa bloggið þitt Ragna, ég þekki eina stelpu sem er með þér eða þekkti hún heitir Árný og bjó í Stykkishólmi :)

    Takk fyrir að setja inn girnilega mynd af sushi _ NOT _ hehe ein að deyja úr hungri
    kveðja úr rokrassgatinu

    ReplyDelete
  2. ahh einar búinn að setja inn sitt mail í :)
    þetta átti að vera Tinna Brá

    ReplyDelete
  3. Oh ég efast um að þetta sushi hafi verið betra en það sem ég fékk hjá þér:P Ég þarf að æfa mig í sushinu og bjóða þér í mat þegar þú ert back on the klake;D MEga gaman að lesa frá þér, viðurkenni að ég var búin að týna slóðinni en er núna búin að setja hana inn í browserinn svo ég geti fylgst með....sendi þér knús og til Árhósa líka, held alltaf svo upp á hana líka;)

    Inga pinga listaháskóla-kisu-sushi-frænkan

    ReplyDelete
  4. Gaman að fylgjast með þér Ragnmundur minn- Berlín alltaf jafn meiriháttar! Tökum skype fljótlega til að ræða arkitektúr, kosti Berlínar, framtíðina og lífsgátuna. Þúst, bara svona stutt spjall ;) OK?

    ReplyDelete
  5. Hahaha vá hvað mér fannst Einar vera orðinn einlægur! :D En já ég fæ endalaust kikk úr því að fylgjast með arkitektatöktum hjá þeim sem eru komnir í masterinn! Og rosalega girnó sushi, er einmitt að fara að slá í eitt í kvöld - legg kannski ekki í að djúpsteikja laxinn..Ohwell..

    ReplyDelete
  6. Haha, ég var einmitt bara þegar ég var að lesa öll skemmtilegu kommentin ykkar... 'vá, ég vissi ekki að Einar væri að lesa bloggið mitt, hvað þá að elska það...' baha.

    Og já, María við tökum eitt gott skypesession í bráð. Næst þegar við erum báðar online!

    ReplyDelete
  7. hahaha, já það var víst rassia (eða hvernig það er skrifað) við grensuna hérna þessa dagana, akkúrat sem þið voruð að fara í gegn. Mér finnst það frekar fyndið að þið hafið akkúrat hitt á það.
    knús svana

    ReplyDelete
  8. OHHHHH BERLÍNARSAKN!

    engin smá öfund í mínum maga að lesa bloggið þitt fagra snót, mikið gaman hjá þér!
    Þín er sárt saknað í paraleik, skemmti mér svakallega um daginn að glápa á þá tvo í PEZ, vúúuhúú
    Hvar fékkstu svona fínt sushi í berlínskí? Oppáhalds minn var á Wittenbergplatzt en fórstu ekkert á Erdbeer í kokteil?
    Saknisakn,

    Anna Sigrún

    ReplyDelete
  9. Sæl Ragnheiður mín - skóflan er mögnuð sem og sýkið...og no mans land - langar afur til Berlínar og finnst Arósaumhverfið fagurt. Ég var á þingvöllum í göngu m.a. með Pétri Ármannssyni og hann bað að heilsa þér. Bláberin fullþroska á eldrauðu lyngi umkringdu hvlítum mosa og brandugla flaug yfir. Ölkofri ropaði inni í Ármannsfelli þar sem flekaskilin ganga upp og þversprungur rífa svörðinn, þunnan sem eggjaskurn svo sér í möttulstrók. Búum á eldvirkasta svæði heims og sköpun sívirk.

    ReplyDelete
  10. ótrúlega skemmtilegasta blogg sem að ég hef nokkurn tíman lesið! ILLAÐ! DÚFF DÚFF DÚFF! Sakna þín hérna í götunni. Hugsa um þig sem götuskrattann! Hitti Steve um daginn og hann varð anguvær í augunum við hljóminn af nafninu þínu! Halltu áfram að heilla alla upp úr skónum elsku Ragna! Verð að hitta þig á skype. Allt að frétta! DÚFF!
    Líst vel á Berlínarferðina! Þú ert algjör snilli!

    tjá tjá

    hildur

    ReplyDelete