Mig langaði að birta hér nokkrar myndir frá skólanum. Einnig við ég benda áhugasömum á það að mér tókst að setja inn vídeóið sem við gerðum... það er að finna neðst í síðustu færslu. Þeir sem eru ennþá áhugasamari um hvað er að gerast í skólanum, bendi ég á að kíkja á fésbók, þar sem ég hyggst birta myndir af mörgum af þeim verkum sem voru kynnt á sýningunni.
Annars gekk yfirferðin okkar rosalega vel og það var sko klappað fyrir videoinu okkar. Vei... og þrír kennarar komu til okkar eftir sýninguna til að fá að vita allt um þetta video... hvernig við hefðum nú gert það. Og annar kennari heimtaði að það yrði sett á sameiginlegan server skólans svo að allir gætu séð það.
Það sem er einnig fyndið er að Anita, norska stelpan sem er með mér í hóp er búin að vera heyra utan úr bæ af videóinu okkar. Þetta er greinilega svo lítið samfélag hérna að krakkar sem eru í internship á stofum hérna eru að heyra yfirmennina tala um "eitthvað" video sem "einhver hópur" á braut 5 gerði um greiningu sína af Berlínarverkefninu í skólanum. Vei fyrir því. Haha... SCORE!
En fyrst er mynd af mér áður en ég klippti á mér toppinn. Núna er ég komin með stuttan topp. Ég var eiginlega alveg að drukkna í topp eins og sjá má á þessari mynd.
Skólamyndir
Þetta erum við í hópnum mínum: Ég, Anita, Tina og Florent. Eftir sýninguna var bjór fyrir alla þar sem að einn hópurinn hafði prentað út alla pósterana sína í einhverju fáránlegu formati og vildi bæta okkur hinum það upp og keyptu því bjór á línua. Svo var meira að segja einn strákur sem vippaði fram köku sem hann hafði bakað, þannig að það var bara kaka og bjór strax eftir yfirferðina... sem var með eindæmum ljúft. Ef vel er að gáð, þá er þarna skuggi af hauskúpu beint fyrir aftan Florent. Þetta er litli franski djöfullinn sem fylgir honum... hann sést aldrei, nema á myndum.
Hér má svo sjá ofan í eitt af skólaportunum. Fólk að gera gifs-afsteypur. Held að þetta hafi verið krakkar á fyrsta ári sem fengu vélarhlut og áttu að hanna abstrakt utan um hann.
Hér er svo mynd af öðrum portgarði í skólanum. Við ákváðum að sleikja sólina í nokkrar mínutúr áður en við héldum áfram að vinna að módelinu. Þarna má sjá Florent og Anitu á bekknum næst okkur.
Ég bendi sérlegum áhugamönnum á að ég er að fara að setja inn myndir af fyrrnefndri yfirferð inn á facebook.
Bið að heilsa öllum.
p.s. Best í heimi var að fá kassa að heiman með bókum sem ég á, fötum og forláta flísteppi frá henni ömmu minni. Takk elsku amma!