Friday, June 24, 2011

Karlmannlegt

Ég fékk þá ábendingu frá dyggum lesanda bloggsins að mín síðasta færsla hefði verið "frekar gay." Því ætla ég að bæta úr því og einungis skrifa um það sem almennt er talið mjög hardcore.

Ég fór út að hlaupa með Sigurvini í morgun, það var mjög karlmannlegt. Hlupum rúmlega 6 km og ég hélt að ég myndi deyja eftir það. Það var hins vegar ekki mjög karlmannlegt af mér.

Við keyptum okkur hjól um daginn. Notuð, en fín hjól samt sem áður og í góðu standi. Ég þarf reyndar að láta athuga gírana mína. Þar sem að hvorki ég né Sigurvin erum nógu karlmannleg til að geta fundið út úr því hvernig maður gerir við gíra, þá ætla ég að kíkja með gripinn á mjög svo karlmannlegt verkstæði hér í grendinni.

Við fórum samt í hjólaferð um daginn, þó að 1/3 af gírunum mínum væru í ólagi. Það var gaman. Og karlmannlegt. Ég ætla að sleppa því að lýsa hvað skógurinn og áin voru falleg. Það væri ekki mjög karlmannlegt af mér og ekki í anda þessarar færslu.

Annars ætla ég að kíkja út og hitta vinkonu mína í kvöld, því að Sigurvin er alltaf að vinna á kvöldin núna. Ég ætla bara að fá mér líterskönnur af bjór... og grísarif með bbq sósu. Það er nefnilega svo karlmannlegt. Og kannski neyði ég hana til að hitta mig á einhverjum írskum sportbar. Það væri, já rétt til getið, mjög karlmannlegt.




1 comment: