Saturday, October 2, 2010

Öppdeit

Eftir að við Sigurvin komum aftur heim til München eftir frábæra daga heima á Íslandi, vorum við næstum með stöðugan gestagang. Til að byrja með kom Anita, norsk vinkona mín úr skólanum í Árósum, í heimsókn í tvo daga. Hún var sjálf að klára sitt skiptinám í skóla í Stuttgart og ákvað að nýta tækifærið og kíkja við í München. Hún átti ekki orð yfir því hvað borgin væri æðisleg og er hún núna að plana endukomu seinna í þessum mánuði.

Við Anita á góðri stund í enska garðinum.

Björk og Öddi

Strax þar á eftir komu tengdó, Björk og Öddi, í heimsókn. Þau voru hér í 12 daga og var mikið gert og mikið farið meðan á þeirri heimsókn stóð. Við fórum meðal annars niður að Schloß Neu Schwanstein, sem er fyrirmyndin að Disney lógóinu (þið þekkið nú væntanlega öll kastalann í Disneylógóinu).

Neu Schwanstein

Alparnir að speglast í vatninu við Neu Schwanstein.

Þar sem að GPS tækið okkar, hún Ráðhildur, getur verið ansi skrýtin, þá lét hún okkur fara alla litlu, krúttlegu sveitavegina þangað niður eftir. Það er alveg magnað að fara þessa litlu vegi, því að þeir leiða mann gegnum skóga, meðfram vötnum og gegnum pínulítil þorp, þar sem öll húsin eru allavega 300 ára gömul og skilti fyrir utan næstum hvert og eitt þar sem að heimatilbúnar matvörur eru boðnar til sölu s.s. mjólk beint úr kúnni, heimagerðar sultur, nýveiddir silungar og þurrir brenniviðarbútar. Maður býst jafnvel við að á hverri stundu ryðjist riddarar og drekar fram, því að þetta er allt svo ævintýralegt.

Chiemsee

Við fórum einnig niður að Chiemsee vatninu, sem er ein helsta ferðamannaparadís Þýskalands. Chiemsee er mjög stórt stöðuvatn, svipað stórt og Þingvallavatn og þangað fara Þjóðverjar til að hanga á ströndinni, leigja sér bát eða synda. Við vorum ótrúlega heppin með veðrið, því það var alveg glampandi sól. Við keyptum okkur dagsmiða í ferjurnar og gátum því siglt fram og tilbaka eins og okkur lysti. Þarna er einnig að finna nokkrar eyjar út í miðju vatni og á einni þeirra sem kölluð er Herreninsel er risastór höll í anda Versala. Hana lét sami gæi byggja og byggði Disney kastalann. Hann var svona Michael Jackson síns tíma. Hann lokaði sig alveg frá umheiminum, eyddi öllum peningum fylkisins í eitthver einka-geðveikisverkefni þangað til honum var steypt af stóli.

Fraueninsel

Chiemsee í brakandi blíðu

Stuttu eftir að tengdaforeldrarnir voru farin aftur heim til Íslands, fengum við heimsókn frá Ásdísi vinkonu okkar, sem ákvað að skreppa til okkar frá Sviss, þar sem hún hafði verið í heimsókn.

Ásdís og Sigurvin eftir að Sigurvini tókst að missa allt klinkið sitt
ofan í bjórinn sinn. Geri aðrir betur!

Henni leist svona líka vel á allt hérna að hún ákvað að vera hjá okkur það sem eftir lifði ferðar. Við fórum með hana í Dýragarðinn og skríktum við eins og smákrakkar yfir öllum dýrunum, líka Sigurvin sko!

Þessari mynd stal ég frá Ásdísi því að mér finnst þetta óborganlega fyndin mynd.


Þessi var helvíti hress.


Sigurvin, má ég eiga sel? gússíbú!

Þegar hér kemur til sögu var Ásdís búin að spyrja mig hvort að mig langaði að koma með henni að vinna á Norrænu í einn mánuð. Mér fannst ég ekki getað neitað því tilboði, þar sem að ég var búin að vera atvinnulaus í allt sumar. Önnur ástæða var af því að skólinn byrjar svo seint hjá Þjóðverjunum og hafði ég því fullt af tíma til að skella mér. Úr varð að ég skellti mér með henni á Norrænu.

Til að byrja með þá kíktum við til Árósa, þar sem við gistum hjá Guðna og kíktum á Árósa festivalið sem var að byrja þá. Það var rosa gaman að sjá borgina í sparibúningnum sínum. Það var til að mynda búið að koma fyrir stóru grænu landslagi á miðju aðaltorginu, sem er venjulega bara grátt og leiðinlegt og tómt ferlíki. Einnig voru þar haldnir mis góðir tónleikar... aðallega vondir.

Við flúðum miðborgina í smá stund og fengum okkur
einn bjór út í "garðinum" hans Guðna.


Guðni og Ásdís... og kippan

Við náðum líka að hitta Maríu aðeins, sem var með mömmu sína í heimsókn ákkurat á sama tíma. Þar sem að mömmur ganga alltaf fyrir, þá náðum við ekki að hitta hana mikið, en María ákvað því bara að bjóða okkur í frábæran brunch með heimabökuðum gulrótabollum og öðru gúmmelaði.

Við Ásdís tókum svo lestina til Esbjerg þar sem Norræna kom að landi. Hún er eiginlega miklu stærri og meiri en ég hafði gert mér í hugarlund.

Norræna við landfestar á Seyðisfirði

Seyðisfjörður by night.

Seyðisfjörður og Norræna á góðum degi.

Við Ásdís bjuggum saman í káetu og vil ég halda að sú sambúð hafi gengið bara ágætlega. Það sem kannski bjargar þessu er að þegar maður er ekki að vinna, þá er maður sofandi. Og sofa er það sem maður gerir sko mikið af þarna. Maður reyndi sko að grípa allan lausan tíma til að sofa, enda hef ég nú þróað með mér þann undraverða hæfileika að geta sofnað hvenær sem er. Það getur verið þægilegt stundum. Ég fór nú alveg nokkrum sinnum í ræktina um borð. Það er eitthvað alveg ótrúlega steikt að reyna að hlaupa beint á hlaupabretti um borð í skipi. Ég er viss um að það reynir meira á en hlupabretti á landi. Maður þarf sko þvílíkt að hafa fyrir því að halda sig á brettinu. Það að fara í sund þegar er vont í sjóinn er alveg ótrúlega fyndið. Þá hendist maður sko til og frá eins og gúmmíönd og ræður ekki neitt við neitt.

Mér fannst fyrsta vikan frekar erfið, en alltaf skánaði vistin. Það var samt erfitt að vera svona lengi frá Sigurvini, sem lét mig nú oft vita að honum fyndist nú komið nóg og að ég ætti að leggja frá mér það sem ég væri að gera og koma bara heim til München. Það sem bjargaði þessu öllu var náttúrulega þessi frábæri félagsskapur um borð. Kynntist frábærum stelpum sem allar voru að safna sér fyrir einhverjum frábærum áformum. Ein var að safna pening til að flytjast til Stokkhólms, önnur að safna pening til að notað meðan hún væri í sjálfboðavinnu við að sjá um tígrisdýr á Thailandi og ein sem ætlar að flytjast til Suður Frakklands til að læra frönsku. Svo kynntist ég líka einum strák sem var að safna sér fyrir því að komast í frönskuskóla í Senegal, því að hann langar að tala frönsku með afrískum hreim. Bróðir hans var einmitt að fara að vinna á náttúruverndarsvæði fyrir ljón í Simbabwe og Zambíu. Mjög magnað alveg hreint.


Atlantshafið á góðum degi!

Annað sem var alveg frábært við þessa vinnu var til að mynda útsýnið sem maður fékk (þegar var gott í sjóinn það er að segja!) Og það þriðja góða var það að komast til Færeyja, sem ég er ekki viss um að ég hefði nokkurn tíma gert, nema vegna þess að ég var fyrir einhver undarleg örlög endaði á Norrænu. Þórshöfn er í marga staði alveg ótrúlega fallegur bær. Læt myndirnar tala sínu máli.

Ásdís og Rannveig í Þórshöfn

Týpísk gata í Þórshöfn, minnir mann svolítið á Akureyri.

Haustið komið til Þórshafnar.

Nýmóðins byggingar er líka að finna í Þórshöfn.


Höfnin þétt fléttuð inn í borgina!

Sushi staður-INN í Þórshöfn

Það sem er svo frábært við tímann er að hann getur verið svo lengi að líða en svo þegar maður lítur tilbaka þá finnst manni svo stutt síðan allt gerðist. Þannig var það þear ég leit tilbaka á Norrænu eftir að hafa lokið mánaðarvinnunni og veifaði Ásdísi bless. Nú hlakka ég mest til að fá peningana mína, sem gæti þó tekið svolítinn tíma að fá (hef heyrt að færeyska bankakerfið sé ekki mjög skilvirkt).

Strax daginn eftir að ég kom heim aftur fórum við Sigurvin á Októberfest, sem er eins og allir vita árleg drykkju- og gleðiveisla hér í München. Borgin er núna alveg troðfull af fólki sem kemur hvaðanæva að til að taka þátt í Októberfest. Það er næstum skylda að vera í hefðbundnum bæverskum búningum á hátíðinni og ákváðum við Sigurvin að taka þetta mjög hátíðalega og skelltum okkur í sitt hvorn heilbúninginn.

Ég í Dirndl-inum og Sigurvin í Lederhosen.

Það var alveg ótrúlega gaman að hafa upplifað októberfest, en þetta er samt svo rosalega mikið fyrirbæri og orkusuga að maður fer nú ekki oft niður á engi til að taka þátt.

Það er hægt að dunda sér við ýmislegt á Októberfest, eins og til dæmis að kúldrast saman í hrúgu. Mjög karlmannlegt.


Mynd af Októberfest-tjaldinu sem við vorum í...
meðan allir voru enn svolítið dannaðir... og enn í fötunum.

Nú bíð ég bara eftir því að skólinn minn byrji, sem á að vera í kringum miðjan mánuðinn. ÉG fór í dag og keypti mér skissublokk, blý og vatnsliti, því að ég ætla að nýta tímann og æfa mig að teikna áður en skólinn byrjar. Keypti meira að segja teiknibók líka... á þýsku og geri aðrir betur.

5 comments:

  1. Alltaf gaman að lesa skemmtilegheitin ykkar, vona að þið hafið það gott elskurnar, hlakka til að heimsækja ykkur í fallegu bygginguna sem þið búið í. Kannski næsta vor, hver veit og ef væri ég sko alveg til í að fara í smárúnt með ykkur á þessa fallegu staði. Knús til ykkar. Kristín

    ReplyDelete
  2. Ánægjulegt í alla staði og gott að sjá hvað á daga ykkar drífur og það er ekki tíðindalaust. Sakna bara umfjöllunar frá sumrinu þar sem fram kæmi hversu ótrúlega gaman er að vera í Reykjavík og tala nú ekki um heima hjá MÖMMU og hitta sitt fólk. Ganga á Snækoll með brósa, Sigurvin og okkur Gunnari. Það var ógleymanleg ferð - Kerlingafjöll.

    ReplyDelete
  3. LIKE !
    Dessertinn :)

    ReplyDelete
  4. Vá en margar fínar myndir! Ég dó úr væmniskasti yfir fjallamyndinni (spegl í vatni..ómægjed) og mörgæsin ógeðslega sæt og svo kollvarpaði sushistaðurinn öllum hugmyndum mínum um Þórshöfn. Ég verð að prófa að fara til Færeyja!

    ReplyDelete
  5. heyrðu vinkona...... er ekki kominn tími á annað blogg?!?!?!?
    kv. brjálaði dessertinn :)

    ReplyDelete