Er bara búin að vera á fullu í skólanum síðan ég skrifaði síðast. Skilaði inn prógrammi á föstudaginn. Og að sjálfsögðu var haldið upp á það með glans um kvöldið. Deildin hennar Maríu vinkonu minnar helt "fredagsbar" í kantínunni í skólanum til að fjármagna skólaferðalag til Samsö. Ég skellti mér þangað með vel völdu liði og dönsuðum við eins og mófós allt kvöldið. Þegar partýið var búið niðri í skóla, fórum við heim til eins sem býr við hliðina á skólanum í minipartý til að drekka aðeins meira. Síða fórum við í Burlesque-partý hjá Kaospilotunum, sem var alvge fáránlega kúl. Korselett, háir sokkar, blúndur og 1920's þema. Gaurarnir með kúluhatta og hvíta hanska og sumir berir að ofan með axlabönd og búnir að teipa yfir geirvörtunar á sér og ALLT stappað af fólki og fáránlega skemmtileg tónlist. Sjón var sögu ríkari skal ég segja ykkur. öss!
Svo er ég byrjuð í ræktinni. Er að fara í maga/rass/læri á eftir. Verð sko komin í fáránlega gott form eftir nokkra daga... eeeh...

Hér er mynd af mér, fáránlega mikið að gera í skólanum á mánudagseftirmiðdegi! Ég er í frábærum hóp sem finnst ekkert að því að fá sér einn kaldan úti við í tilefni sólarglætu!
Annars er ég að fara niður til Hamborgar á föstudaginn til að hitta Sigurvin. Hann ætlar að hitta mig þar. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að tveir vinir mínir, Flórent og Moritz ætla að skella sér með. Við gistum heima hjá Moritz og kærustunni hans sem eru með íbúð í Hamborg (hún býr þar meðan Moritz er í skiptinámi í Árósum) og við ætlum öll að skella okkur á Trentemöller tónleika á Uebel und Gefährlich! Vei, ég hlakka svo til. Þetta verður svo gott partý!
Sæt mynd af þér spæta :)
ReplyDeletemarr þarf greinilega að fara að lesa bloggið til að fylgja eftir!
ReplyDelete