Kom hingað á mánudaginn var og síðan þá er búið að vera alveg vangefið heitt hérna. Heimamenn segja að þetta sé mjög óvenjulegt. Við fundum hitamæli hérna í íbúðinni okkar og hann sýndi að það væru 32° inni í íbúðinni og svo sprengdi hann skalann þegar við settum hann í stól úti á svölum. Skalinn náði upp í 45°.
Við Sigurvin erum þrátt fyrir hitann búinn að fara tvisvar út að skokka síðan ég kom, þar sem að Sigurvin lofaði að hjálpa mér að komast í smá hlaupaform. Hann er náttúrulega gömul hlaupakempa og getur hlaupið nánast endalaust án þess að svitna. Ég kalla hann "þindarlausa kvikyndið". Ég dáist samt að þolinmæði hans, því að það getur varla verið gaman að fara út að hlaupa með manneskju sem varla getur hlaupið 2-3 km. En hann er harður við mig og pískar mig áfram... sem er kannski bara ágætt, þar sem að maður er alltaf svo góður við sig. ("ái... núna meiði ég mig aðeins í þindinni, ég finn að ég er að reyna á mig.... Ég ætla bara að labba restina...")
Annars fórum við Sigurvin út á lífið með einhverjum vinnufélögum hans í gær. Við vorum þó ekki lengi að, því Sigurvin þurfti að standa vaktina daginn eftir í vinnunni. Þetta var allt alveg úrvals fólk og buðu stelpurnar mér að vera með í djammklúbbnum þeirra, sem heitir "Die Teufelinnen by night" eða eitthvað svoleiðis. Hljómar... spennandi? jájá.
Við komum annars heim 8-27. júlí. Planið er að hitta vandamenn og vini, skreppa út á land... og fara í sund. Ahhh. Hlakka mjög til að kíkja heim!
JEIJ, blogg!
ReplyDeletegaman að fá fréttir, loksins ! (djók...:)en samt ekki)
hlakka til að koma í heimsókn og fara í kapp í stiganum!
knús,
dísus :)
JÆJA!?
ReplyDelete