Er búin að vera að vinna í módelum undanfarið og það er bara helvíti gaman, það er að segja þegar maður hefur flotta tonlist til að vinna við.
Fékk góða ábendingu frá litla franska vini mínum ('88 módel á sömu önn og ég... hvernig er það hægt???) en það er þessi síða. Þetta er síða sem safnar saman mp3 sem hefur verið póstað á blogg um víða veröld og hægt er að ná í þessi lög á þessum bloggum. Þetta er snilld ef að manni langar að kynna sér nýja tónlist.
Mæli samt mikið með þessu lagi ef að ykkur vantar harðkjarna dansitónlist til að hlusta á meðan þið gerið módel, hlaupið á hlaupabrettinu eða eitthvað sem krefst orku og úthalds. Varúð: ekki fyrir alla.
Í dag var annars tryllt rignig, tryllt rok og snjókoma í svona 2 mínútur á tímabili. Það var meira að segja erfitt að hjóla NIÐUR bröttu brekkuna á leiðinni í skólann. Ég sko pakkaði mér inn í öll hlýju fötin sem ég kom með út: brettaúlpu, peysu, lopavettlinga, lopahúfu, trefil og sega mega útivistarbuxurnar mínar sem eru svo rosalegar að maður gæti lamið einhvern með þeim.
Þegar ég kom í skólann þá dó fyrrnenfdur frakki úr hlátri yfir þessari múnderingu. Ég sagði honum að fo*ka sér. Seinna þurfti ég að fara út í banka til að taka út evrur (ástæða? kemur seinna í þessu bloggi) og pakkaði mér aftur inn í allan útivistarpakkann og helv... frakkinn dó aftur og laumaðist til að taka mynd af mér. En ég sá það og kýldi hann í öxlina og sagði honum að það væri bannað að hlæja að mér.
Svo enn áðan þurfti ég að fara að redda mér kvöldmat. Pakkaði mér aftur í allan gallann og stoppaði svo aðeins til að spjalla við eina stelpu á leiðnni út, sný mér við og þá er frakkinn að taka video af mér í múnderingunni... geðveikt að reyna að kæfa hláturinn. Hvað er að? Ég lamdi hann... þannig að nú er það til á video hvernig ég lem frakka. Hvað er samt að þessum frökkum? Hann sagði um daginn að ég væri 'rude' og 'impertinent'. En við erum samt geðveikt góðir vinir og erum alltaf að hlæja saman.
Allavega, ástæðan fyrir evru-úttöku er sú að minns er að fara til Hamborgar á morgun, fimmtudag, til að sjá Röyksopp á laugardagskvöldið. Búin að redda mér fari ásamt kunningja mínum (sem byrjar á G og endar á -uðni) sem kostar 20 evrur aðra leið... með þjóðverja og fína Audi-inum hans. Vei. Verður spennó. Ætla að lesa 'Architecture Theories' á leiðinni. Planið er svo að leggja af stað frá Hamborg eldsnemma á mánudagsmorgun... eða kl. 06:15... sem er ógeðsnemma. En þá fer fíni Audi-inn og maður má nú ekki missa af honum.
Anyways, þá eru hér nokkrar myndir af því sem ég er að gera ákkurat núna klukkan 10 að kvöldi í skólanum.



www.skreemr.com er líka awesome fyrir download og hlustun
ReplyDeleteÞarna þekki ég þig Ragnzilla - Blótandi og lemjandi mann og annann!- Þarft að segja mér meira frá þessu lími samt við tækifæri, hef lofað sjálfri mér að nota aldrei límbyssur aftur sem slær út rafmagnið heima hjá manni og spúir eldi í leiðnni..
ReplyDeleteLöve Hrabbi
Hæ hæ
ReplyDeletegaman að heyra í þér. Við sjáumst eftir næstum viku og góða skemmtun í hamborg.
knús svana
þú varst búinn að lofa þú ætlaðir að hætta að lemja útlendinga ! :(
ReplyDeleteHæ hæ.
ReplyDeleteGaman að fylgajst með blogginu þínu. Sigurvin kom um helgina með vinum sínum og hélt á fjöll.Gaman að fá hann í heimsókn þó stutt væri.
Hafðu það sem best, kær kveðja frá okkur í sveitinni