Tuesday, November 10, 2009

Neikvæðniskast vikunnar á prenti

Þá er undirrituð komin heim til Árósa eftir einkar ánægjulega nokkurra daga dvöl í Hamborg, borg flutningaskipa, Reeperbahn og HafenCity. Hamborg er virkilega skemmtileg borg og mæli ég eindregið með henni. Sigurður Arent Hamborgari fór með okkur um borgina og sýndi okkur alla földu fjársjóðina í Hamborg, þannig að við fengum Hamborgina beint í æð, óþynnta.

Ég var einmitt að skoða tónleikadagskrána í Hamborg þennan mánuðinn. Hún inniheldur meðal annars: Röyksopp, Franz Ferdinand, Skunk Anansie (eru þau ennþá að?), The Prodigy, Marilyn Manson, Placebo, Motörhead og Morrisey og fleiri fleiri... það eru skráð 613 tónleikaevent í nóvember í Hamborg. Þá eru klassísku/menningarlegu tónleikarnir ekki taldir með. Það er greinilega nóg að gerast þarna í Hamborg.

Ég var komin með svo mikla stórborgarlöngun, því að mér hefur stundum fundist ég vera að kafna hér í Árósum. Það að komast til Hamborgar var eins og fersk hafgola fyrir mig. Mér fannst ég allt í einu getað andað aftur. Ég er að íhuga að fara að hugsa um að pæla í að kíkja á skiptinám í Hamborg. Það gæti orðið gaman að skella sér þangað eina önn. Ég skellti myndum inn á facebook frá Hamborgarferðinni fyrir þá sem hafa áhuga og eru ekki viðkvæmir fyrir sveittum djammmyndum sem birtast inn á milli.

Ég ætla að komast í gegnum þessa önn hér í Árósum með því að hugsa til 20. des. Þá kemst ég heim til stórborgarinnar Reykjavíkur og fæ að knúsa Zorró.

2 comments:

  1. Yes maður, ég verð kannski fyrir sunnan á milli jóla og nýjárs.. Þetta barasta kallar á hitting - Ég, þú, Marí, og Joní og auðvitað Tinnmaster ef hún verður á svæðinu...Annars er ég að skrifa umsóknir Ragna og það er LEIÐINLEGT! öfunda þig ógeðslega af Royksopp tónleikunum, hafði dáið fyrir að heyra Girl and a robot..

    ReplyDelete
  2. Oh, ég þarf svo að komast á meginlandið í alvöru tónleikadagskrá sem lætur mann fá valkvíða og hausverk..... æðisleg tilfinning!!!
    Hlakka til að fá þig heim!
    Dessertinn

    ReplyDelete