Tuesday, November 24, 2009

Árósar-Hamborg-Frankfurt-HAmborg-Árósar

Ég er á leiðinni til Hamborgar og Frankfurt. Frankfurt til að hitta Sigurvin! Hamborg til að skoða skólann sem ég ætla mögulega að fara í skiptinám í. Vei. Hlakka svo til...

Tuesday, November 10, 2009

Neikvæðniskast vikunnar á prenti

Þá er undirrituð komin heim til Árósa eftir einkar ánægjulega nokkurra daga dvöl í Hamborg, borg flutningaskipa, Reeperbahn og HafenCity. Hamborg er virkilega skemmtileg borg og mæli ég eindregið með henni. Sigurður Arent Hamborgari fór með okkur um borgina og sýndi okkur alla földu fjársjóðina í Hamborg, þannig að við fengum Hamborgina beint í æð, óþynnta.

Ég var einmitt að skoða tónleikadagskrána í Hamborg þennan mánuðinn. Hún inniheldur meðal annars: Röyksopp, Franz Ferdinand, Skunk Anansie (eru þau ennþá að?), The Prodigy, Marilyn Manson, Placebo, Motörhead og Morrisey og fleiri fleiri... það eru skráð 613 tónleikaevent í nóvember í Hamborg. Þá eru klassísku/menningarlegu tónleikarnir ekki taldir með. Það er greinilega nóg að gerast þarna í Hamborg.

Ég var komin með svo mikla stórborgarlöngun, því að mér hefur stundum fundist ég vera að kafna hér í Árósum. Það að komast til Hamborgar var eins og fersk hafgola fyrir mig. Mér fannst ég allt í einu getað andað aftur. Ég er að íhuga að fara að hugsa um að pæla í að kíkja á skiptinám í Hamborg. Það gæti orðið gaman að skella sér þangað eina önn. Ég skellti myndum inn á facebook frá Hamborgarferðinni fyrir þá sem hafa áhuga og eru ekki viðkvæmir fyrir sveittum djammmyndum sem birtast inn á milli.

Ég ætla að komast í gegnum þessa önn hér í Árósum með því að hugsa til 20. des. Þá kemst ég heim til stórborgarinnar Reykjavíkur og fæ að knúsa Zorró.

Wednesday, November 4, 2009

Nú er allt að gerast sko

Er búin að vera að vinna í módelum undanfarið og það er bara helvíti gaman, það er að segja þegar maður hefur flotta tonlist til að vinna við.
Fékk góða ábendingu frá litla franska vini mínum ('88 módel á sömu önn og ég... hvernig er það hægt???) en það er þessi síða. Þetta er síða sem safnar saman mp3 sem hefur verið póstað á blogg um víða veröld og hægt er að ná í þessi lög á þessum bloggum. Þetta er snilld ef að manni langar að kynna sér nýja tónlist.

Mæli samt mikið með þessu lagi ef að ykkur vantar harðkjarna dansitónlist til að hlusta á meðan þið gerið módel, hlaupið á hlaupabrettinu eða eitthvað sem krefst orku og úthalds. Varúð: ekki fyrir alla.

Í dag var annars tryllt rignig, tryllt rok og snjókoma í svona 2 mínútur á tímabili. Það var meira að segja erfitt að hjóla NIÐUR bröttu brekkuna á leiðinni í skólann. Ég sko pakkaði mér inn í öll hlýju fötin sem ég kom með út: brettaúlpu, peysu, lopavettlinga, lopahúfu, trefil og sega mega útivistarbuxurnar mínar sem eru svo rosalegar að maður gæti lamið einhvern með þeim.

Þegar ég kom í skólann þá dó fyrrnenfdur frakki úr hlátri yfir þessari múnderingu. Ég sagði honum að fo*ka sér. Seinna þurfti ég að fara út í banka til að taka út evrur (ástæða? kemur seinna í þessu bloggi) og pakkaði mér aftur inn í allan útivistarpakkann og helv... frakkinn dó aftur og laumaðist til að taka mynd af mér. En ég sá það og kýldi hann í öxlina og sagði honum að það væri bannað að hlæja að mér.

Svo enn áðan þurfti ég að fara að redda mér kvöldmat. Pakkaði mér aftur í allan gallann og stoppaði svo aðeins til að spjalla við eina stelpu á leiðnni út, sný mér við og þá er frakkinn að taka video af mér í múnderingunni... geðveikt að reyna að kæfa hláturinn. Hvað er að? Ég lamdi hann... þannig að nú er það til á video hvernig ég lem frakka. Hvað er samt að þessum frökkum? Hann sagði um daginn að ég væri 'rude' og 'impertinent'. En við erum samt geðveikt góðir vinir og erum alltaf að hlæja saman.

Allavega, ástæðan fyrir evru-úttöku er sú að minns er að fara til Hamborgar á morgun, fimmtudag, til að sjá Röyksopp á laugardagskvöldið. Búin að redda mér fari ásamt kunningja mínum (sem byrjar á G og endar á -uðni) sem kostar 20 evrur aðra leið... með þjóðverja og fína Audi-inum hans. Vei. Verður spennó. Ætla að lesa 'Architecture Theories' á leiðinni. Planið er svo að leggja af stað frá Hamborg eldsnemma á mánudagsmorgun... eða kl. 06:15... sem er ógeðsnemma. En þá fer fíni Audi-inn og maður má nú ekki missa af honum.

Anyways, þá eru hér nokkrar myndir af því sem ég er að gera ákkurat núna klukkan 10 að kvöldi í skólanum.

Hér sést smá af concept-strúktúr verkefninu mínu

Ofurlímið sem gerir fátt annað en að líma mig við alls konar hluti. Límir ekki hluti við hluti sem eiga að límast... nei límir bara mig við hluti. Það er líka sterk lykt af því, þannig að maður er bara skakkur við notkun þess.

Fyrsta strúktúr-módelið mitt fyrir þetta verkefni.