Sunday, October 11, 2009

Elefant-haustfrí!

Ég er komin í haustfrí í skólanum til 19. okt. Haustfrí eru gamlar leifar frá því að Danmörk var meira bændasamfélag en hún er í dag. Í eldgamla daga fóru allir krakkarnir heim til sín í þessu fríi til að hjálpa foreldrum sínum til við að ná inn uppskeru sumarsins, taka upp kartöflur og þess háttar. Ég nýt góðs af því... því að bæði mamma og Sigurvin eru í heimsókn hjá mér núna.

Sigurvin kom til mín á föstudaginn. Loksins loksins loksins. Best í heimi. Við lentum á Elefantbar á föstudagskvöldinu, sem var svona risapartý í skólanum. Þar var einungis seldur Elefantbjór (sem er frekar sterkur) og ráð og ræna fólks eftir því. Þetta var fyrsta partýið hér í Árósum þar sem var actually gaman og töff.
Hér má sjá mynd af Fílshausnum þar sem Plötusnúðastelpurnar héldu til. Þetta er trévirki, plastað með hálfgagnsæu plasti, með ljósum inni í... ásamt reykvél... ekkert smá mikill metnaður. Tónlistin bar hins vegar merki um aðeins minni metnað. Einstaka sinnum var góðum lögum laumað inn á milli Haddaway, 2Unlimited, Technotronics, Aqua. Já Aqua lifir enn góðu lífi hér í Danmörku.
Hér er svo panorama af partýinu. Hér má sjá fyrrnefndan fílshaus ásamt myndum sem var varpað á vegginn. Myndirnar sýndu annað hvort svona tetriskubba á fullri ferð, eða fíla að ganga í halarófu í mismuandi litum.


Hér má svo sjá mynd af vinnusvæðinu okkar í skólanum. Þarna hangandi fyrir ofan okkur er "Dynamic Structure" verkefni sem við gerðum í þar síðustu viku. Það var upphaflega fest á risastóra mdf plötu en við kipptum því bara af og hengdum upp fyrir ofan vinnusvæðið okkar.

Í gærkvöldi var okkur boðið til Silkiborgar í mat til góðra vina fjölskyldunnar, Karenar og Jens-Peters. Ég, mamma, Sigurvin og Svana fórum öll og áttum þar æðislega stund með góðum mat, góðu rauðvíni og síðast en ekki síst, landsleiknum Danmörk-Svíþjóð. Danmörk og Svíþjóð eru yfirleitt góðir grannar, en þegar kemur að því að keppa á móti hvoru öðru, þá er sko stríð.


Danir voru til að mynda alveg öskuvondir yfir þessu uppátæki einhverra mjög fyndinna svía (að mínu mati). En leikurinn fór 1-0 fyrir Danmörku, sem þó spilaði verr en Svíþjóð (heyrði ég út undan mér, enda ekki dómbær á hvað sé góður fótbolti og hvað ekki).

Nú ætla ég að njóta þess að vera með æðislegt fólk í heimsókn hjá mér....

3 comments:

  1. Var ekki lagið sem þu hlustadir á í den með Aqva "I am Barbie girl"

    ReplyDelete
  2. ALltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt elskan :) frábært að þú fékkst góða heimsókn. kv. Tin tin

    ReplyDelete
  3. Like.

    Dessertinn :)

    ReplyDelete