Sunday, January 31, 2010

Loksins nýtt blogg eftir margra mánaða hlé!

Það hefur nú margt gerst á síðustu mánuðum. Margar ákvarðanir hafa verið teknar, þeim svo breytt og í sumum tilfellum skrappað. Ýmsar hugmyndir hafa látið á sér kræla, en á endanum ákvað ég að halda áfram lífi mínu hér í Árósum, hinu mikla cosmopolitan Jótlands.

Ég átti alveg æðislegt jólafrí heima á Íslandi sem varði í nákvæmlega einn mánuð... algjört dekur. Nema hvað að það var nóg af hlutum sem þurfti að redda, pakka, færa, laga og henda. Við Sigurvin fórum í gegnum allt pappírs- og draslflóðið á Freyjó og enduðum á að draga nokkra svarta ruslapoka af drasli út úr íbúðinni. Við erum svo gríðarlega heppin með vini (þið vitið hver þið eruð :*), því að við fengum íbúð til að búa í yfir sjálf jólin, sem var ómetanlegt.

Sigurvin hélt út til Frankfurt til móts við sitt nýja líf þann 3. janúar og skildi mig eftir á Íslandi. Ég var þó eftir í góðri umsjá mömmu og pabba, Stínu og Gunnars... sem betur fer... því annars hefði ég örugglega fitnað minna! haha. Ég fór svo 20. janúar til Frankfurt til að hitta Sigurvin og komst að því að hann var búinn að safna frábæru fólki í hirðina sína þar og áttum við alveg frábæran tíma saman. Alveg ótrúlegt hvað þessir Þjóðverjar í kringum hann eru mikil gull.

Við Sigurvin í Langen, Frankfurt, þar sem að hann er staðsettur þessa dagana.

Smá samsett mynd sem ég tók i Frankfurt

Útsýni yfir Hauptwache

Við á góðri stund í Frankfurt

Svo tók ég næturlest til Árósa frá Frankfurt og það var eiginlega bara geðveikt mikil snilld. Ferðin til Árósa tók um það bil 11 tíma, en þegar maður sefur í 8 tíma af þessum 11, þá er þetta ekkert mál. Mér fannst þetta eiginlega þægilegra en að taka flugvél, því að maður mætir bara um 22:20 á lestarstöðina í Frankfurt, sest inn, skiptir einu sinni í Kolding og svo er maður bara komin á aðallestarstöðina í Árósum næsta morgun. Svo var þetta líka frekar ódýrt.

Annars byrja ég í skólanum á morgun. Ég hlakka bara svolítið til meira að segja. Ég held að þessi önn verði miklu betri en síðasta önn. Núna veit ég hverju á að búast við og er tilbúin til að takast á við þetta. Ég veit að næsta verkefni verður á lóð gamla Carlsberg brugghússins. Ekki skemmir heldur fyrir að María, eða Felininator eins og ég kýs að kalla hana, er nýflutt hingað til að byrja í skólanum mínum. Vei fyrir því. Þetta verður gaman. Svo náttúrulega koma Gusgus og spila á afmælisdaginn minn! Annað vei fyrir því. Sjáum nú samt til hvort að maður verði í Árósum nákvæmlega þann dag eða hvort maður verði þarna niðurfrá.

4 comments:

  1. það var magnað að finna fyrir þér í 200 km fjarlægð!
    knús frá mér til þín!

    hildur

    ReplyDelete
  2. Krúttið þitt...Þið María eigið eftir að hafa það agalega gott saman - læt mig en dreyma um að heimsækja ykkur..Hrabbos!

    ReplyDelete
  3. Jeij. Hljómar mjög vel allt saman.... Ég er sveitt að reyna að plana páskaferð að hitta á þig músímús! Gæti vel farið að ég endi þarna í litla bænum þínum, ef það er í boði, og finni driver í næsta bæ til að hanga með okkur...Kannski að lítill bróðir komi bara jafnvel líka! Allt að gerast allsstaðar, vei!
    Knús mús. Heyrumst :)
    Dessertinn

    ReplyDelete
  4. þið eru svo sjúkt sæt þú og Sigurvin !! knús knús á ykkur Maríu ! hugsa til ykkar ... stíft !

    ReplyDelete