Sunday, October 25, 2009

"Ég ætla að hætta að vera neikvæð"


Það er nýja markmiðið mitt.

Ég er nefnilega búin að vera að hugsa of mikið um það hvað Árósar séu eiginlega pínu boring staður og ég ætla að hætta því. Árósar er yndislegur staður. Bara bleik ský og einhyrningar.

Góðir hlutir í Árósum:

-Falleg græn svæði sem einmitt núna skarta sínum fegurstu haustlitum

Sigurvin og mamma komu í heimsókn um daginn og það var best í heimi að fá þau hingað. Við Sigurvin fórum upp í Risskov sem er risaskógur hérna í bænum. Versta var að ég var veik þegar þau komu í heimsókn og þegar ég var búin að ná mér, hafði mér tekist að smita Sigurvin af kvefinu mínu... samanber stóra stóra trefilinn á myndinni.

Einnig langar mig að tilkynna það áhugasömum að Sigurvin skrapp aðeins til Frankfurt í Germaníu meðan hann var hérna hjá mér og nældi sér í eitt stykki þjálfunartilboð þar. Og ef allt gengur að óskum í þessari þjálfun, þá erum við að fara að búa saman í Germaníu þegar ég er búin í náminu (eða fyrr ef að það er kúl skóli þar sem að hann nú endar). Vei!

-Fullt af geðveikt skemmtilegum Norðmönnum og annarra þjóða kvikyndum.

Norskar stelpur eru skemmtilegastar!
Þær gera nefnilega luftgítar í partýum með er mælikvarði á kúl... haha

-Fallegur bær, mjög krúttlegur og rómantískur.

Þetta er Sjællandsgade, rétt hjá heima hjá mér. Reyni að labba þessa götu sem oftast þar sem að hún er svo sæt.
Þetta er hluti af Klostergade, sem er í miðbænum. Þessi bindingsverkhús eru út um allar trissur.

-Ég bý miðsvæðis. Allt er innan 5-10 mínútna hjólatúrs.

Hér má sjá hvar ég á heima miðað við miðbæin sjálfan. Skrýtna rauða dótið með augað bendir á hvar ég á heima og rétt þar fyrir neðan hægra megin stendur 'Skole' og það er skólinn minn. Sjálfur miðbærinn er mjög 'compact' þannig að maður hefur ekkert að sækja í önnur hverfi bæjarins.

-Skólinn er skemmtilegur og ég er að læra rosalega mikið.
Hér er kort af skólanum. Hann er semsagt staðsettur út um allar trissur, en ég er byggingu sem er merkt númer 8.

-Nýja uppáhaldið mitt í Árósum er Listasafnið: Aros Kunstmuseum.

Þessi er táknrænn fyrir Aros safnið. Hann er á öllum bæklingunum og útgáfum safnsins. Hann er líka geðveikt flottur.

Núna er þar sýning eftir mann sem heitir Jeppe Hein og hann er að vinna rosalega mikið með skynjun. Verkin hans er mest megnis spegla og ljósaverk. Ljósin og sumir speglarnir eru tengd við hreyfiskynjara þannig að þetta er svona interactive sýning. Mjög skemmtilegt og allir, ungir sem aldnir, virtust skemmta sér konunglega yfir þessu.

Mér fannst þessi flottur. Annað hvort var ljós á stífa kassanum eins og á þessari mynd eða á kassanum sem virðist hafa bráðnað...

Ég gerðist félagi í Arosklúbbnum. Það kostaði mig 150 danskar. Þá er ég með ókeypis aðgang í heilt ár, eins oft og ég vil, sem er magnað þar sem að ein stök heimsókn fyrir námsmenn er 75 kr. Vei. Nú ætla ég að búa þarna.

Ætla að halda áfram að læra... eða glápa á einhverja innihaldslausa bandaríska þætti.




Sunday, October 11, 2009

Elefant-haustfrí!

Ég er komin í haustfrí í skólanum til 19. okt. Haustfrí eru gamlar leifar frá því að Danmörk var meira bændasamfélag en hún er í dag. Í eldgamla daga fóru allir krakkarnir heim til sín í þessu fríi til að hjálpa foreldrum sínum til við að ná inn uppskeru sumarsins, taka upp kartöflur og þess háttar. Ég nýt góðs af því... því að bæði mamma og Sigurvin eru í heimsókn hjá mér núna.

Sigurvin kom til mín á föstudaginn. Loksins loksins loksins. Best í heimi. Við lentum á Elefantbar á föstudagskvöldinu, sem var svona risapartý í skólanum. Þar var einungis seldur Elefantbjór (sem er frekar sterkur) og ráð og ræna fólks eftir því. Þetta var fyrsta partýið hér í Árósum þar sem var actually gaman og töff.
Hér má sjá mynd af Fílshausnum þar sem Plötusnúðastelpurnar héldu til. Þetta er trévirki, plastað með hálfgagnsæu plasti, með ljósum inni í... ásamt reykvél... ekkert smá mikill metnaður. Tónlistin bar hins vegar merki um aðeins minni metnað. Einstaka sinnum var góðum lögum laumað inn á milli Haddaway, 2Unlimited, Technotronics, Aqua. Já Aqua lifir enn góðu lífi hér í Danmörku.
Hér er svo panorama af partýinu. Hér má sjá fyrrnefndan fílshaus ásamt myndum sem var varpað á vegginn. Myndirnar sýndu annað hvort svona tetriskubba á fullri ferð, eða fíla að ganga í halarófu í mismuandi litum.


Hér má svo sjá mynd af vinnusvæðinu okkar í skólanum. Þarna hangandi fyrir ofan okkur er "Dynamic Structure" verkefni sem við gerðum í þar síðustu viku. Það var upphaflega fest á risastóra mdf plötu en við kipptum því bara af og hengdum upp fyrir ofan vinnusvæðið okkar.

Í gærkvöldi var okkur boðið til Silkiborgar í mat til góðra vina fjölskyldunnar, Karenar og Jens-Peters. Ég, mamma, Sigurvin og Svana fórum öll og áttum þar æðislega stund með góðum mat, góðu rauðvíni og síðast en ekki síst, landsleiknum Danmörk-Svíþjóð. Danmörk og Svíþjóð eru yfirleitt góðir grannar, en þegar kemur að því að keppa á móti hvoru öðru, þá er sko stríð.


Danir voru til að mynda alveg öskuvondir yfir þessu uppátæki einhverra mjög fyndinna svía (að mínu mati). En leikurinn fór 1-0 fyrir Danmörku, sem þó spilaði verr en Svíþjóð (heyrði ég út undan mér, enda ekki dómbær á hvað sé góður fótbolti og hvað ekki).

Nú ætla ég að njóta þess að vera með æðislegt fólk í heimsókn hjá mér....