Nú er sko kominn tími á eitt stykki blogg!
Nú er maður bara byrjaður í skólanum. Reyndar byrjaði ég aftur í skólanum 1. feb, en það er önnur saga. Það er alveg fyndið hvað þessi skóli er... tja hvað skal segja... öðruvísi. Öðruvísi þarf ekki að þýða neitt neikvætt, bara öðruvísi en maður er vanur. Eitthvað er verra og eitthvað er betra en gamli góði LhÍ. Núna þegar ég hugsa til baka til LhÍ, þá brjótast fram rómantískar og væmnar minningar um hversu æðislegt allt var og blablabla. En ég minni mig alveg á að það var alls ekki alltaf ógeðslega gaman í LhÍ. En langoftast samt.
Nú erum við til að mynda að hefja önnina og að dönskum sið er allt unnið í hópavinnu. Sem er mestmegnis ágætt, en stundum þreytandi. Þá sérstaklega þegar einn einstaklingur af fjórum er mjög hópavinnulega-heftur. Þá á ég ekki við mig, þar sem að það er sko ógeðslega þægilegt að vinna með mér. En já, einn aðili skilur ekki að stundum þarf maður að beygja eigin vilja undir hópavinnuna og/eða gefa aðeins eftir stundum. Það læra þau greinilega ekki í skólunum Austurevrópu.
Við fórum svo öll til Kaupmannahafnar í 'studietur' sem var mjög fínt, fyrir utan hvað það var ógeðslega morð-ógeðis-kalt allan tímann. Það er svo fökk-mikill raki þarna sem gerir kuldann extra erfiðan. OG þar sem að ég er greinilega ekki betur gefin en það að ákveða að fara frekar í fína hversdagslega jakkanum mínum í stað brettaúlpunnar (valdi hann af því að ég nennti ekki að vera með tvær utanyfirflíkur með mér. Hugsaði að maður gæti endað á að fara á skemmtistað, og þá er ekki gaman að vera í brettaúlpunni sinni.) Semsagt, mjög léleg ákvörðun, sem er þar að auki er búin að koma mér í koll, þar sem að ég er búin að vera að kljást við mega kvef síðan ég kom aftur heim til Árósa. Vei fyrir því. Missti svo náttúruleg af skemmtilegum 'fredagsbar' í gærkvöldi, þar sem að ég var heima að deyja úr kvefi. Smart. Fékk mér samt einn bjór í gærkvöldi í sárabætur.
Random myndir í random röð frá Kaupmannahöfn:
Tietgen Kollegiet: Milli Örestad og Kaupmannahafnar. Byggt í hring (360 íbúðir - 360°). Stærstu kassarnir sem snúa inn í garðinn eru sameiginleg eldhús (fyrir 12 íbúðir í senn), næststærstu eru 'common rooms' hvert og eitt með sitt þema t.d. Playstation herbergið, sófa herbergið, borðspilaherbergið o.s.frv. Sjálf íbúðarherbergin snúa út frá þessum innri garði, þannig að þá er maður alveg prívat í sínu eigin herbergi, en öll sameiginlegu herbergin snúa inn í innri garðinn, sem þýðir einnig að fólk í öðrum sameiginlegum herbergjum á kollegínu sjá mann ef maður er að elda o.s.frv.
Já, Big. Maður verður nú að sjá öll þessi BIG verkefni, þó að maður sé nú ekki mjög hrifin af þessu. Sáum nokkur í viðbót, nenni bara ekki að setja inn myndir af þeim.
Nýr menntaskóli: Örestads Gymnasiet eftir 3xN. Mjög flott og gaman að koma þarna inn. Eiginlega hörmung að utan, en innri strúktúr er rosalega skemmtilegur.
Dong Orkuverið. Ekki mjög arkitektónískt. Finnst þetta bara falleg vetrarmynd. Eini staðurinn sem var hlýtt á. Mynd tekin við Havneholmen.
Hvítu byggingarnar nær: Havneholmen eftir Lundgaard-Trandberg. Kom skemmtilega á óvart þar sem að myndirnar sem maður var búin að sjá af þeim áður, voru ekki mjög spennandi.
Brúin: Bryggebroen eftir Dissing Weitling. 2006. Eingöngu fyrir hjól og fótgangandi. Olli miklum deilum, þar sem að mörgum fannst verið að loka á báta/skipaumferð. Fyrsta brúin sem reist er í Kaupmannahöfn í 50 ár.
Silo: Gemini Residence MVRDV 2005. Tvö síló sem var byggt utan um. Mjög exclusíft, en mjög skrifstofulegt þar að auki. Mega flott innra rými inni í sílóunum.
Nýtt hverfi við Langelinie: Þar eru svona litlir drekar á langflestum ljósastaurunum. Þeir eru einnig ljóslamparnir sjálfir. Hefði mikið verið til í að sjá þá 'at work' að kvöldi til. En þegar manni er skítkalt og þreyttur eftir daginn, þá er ekki mjög spennandi að fara og finna hverfið til að sjá dreka 'at work'.
Hef ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna, en þetta lítur nógu skringilega út til að maður taki mynd af þessu.
Nýja Teater húsið við höfnina. Mjög flott. Ótrúlega flottur fídus að hafa þessi hangandi, mjóu ljós niður. Á kvöldin er þetta eins og stjörnuhiminn.
Allt frosið á Nyhavn... og reyndar alls staðar annars staðar. Allur sjór frosinn. Við prufuðum meira að segja að standa á frosnum sjó á einum stað. Það var magnað.
Ein skemmtileg í lokin. Þriggja hjóla Express Kebab á Carlsberg lóðinni. Þar eigum við að fara að vinna 'housing project'. Sjá: www.carlsbergbyen.dk
En í Kaupmannahöfn gisti ég fyrstu tvær næturnar hjá Fríði og Rikka, sem eru alveg frábær, og fiskunum þeirra. Síðustu þrjár næturnar gisti ég svo hjá Guðbjörgu, vinkonu Siggu, þar sem að Sigga gat ekki hýst mig, vegna plássleysis í nýju íbúðinni. Guðbjörg býr sko í gettóinu í Kaupmannahöfn. Þegar ég mætti á staðinn fyrsta kvöldið, var nýbúið að skjóta tvo dúdda í næstum sömu götu og löggan út um allt. Og svo vaknaði ég daginn eftir við miklar frygðarstunur í næstu íbúð. Og daginn eftir það. Og daginn þar á eftir.
En nú er minns á leið til Sigurvins þann 23. feb. Planið var að fljúga frá Kaupmannahöfn til Frankfurt, en þar sem að flugmenn Lufthansa ætla í verkfall 22-25. feb, þá getur verið að þetta breytist eitthvað. Glaaaatað. Er ekki alveg að nenna þessu. Sérstaklega þar sem að það tekur 50 mínútur að komast í gegnum símabiðröðina hjá ferðaskrifstofunni sem ég pantaði miðana hjá. Eins gott að ég keypti mér Skype credits. Voða þægilegt að láta tölvuna bara hringja fyrir sig og borga klink fyrir í stað þess að hækka símreikninginn um tugi þúsunda (ok, smá ýkjur) og þurfa að halda símanum upp að eyranu allan tímann, því að hátalarinn í símanum eyðir upp öllu batteríinu á no time. En ferðaskrifstofan veit ekkert hvað hún ætlar að gera í þessu fyrr en á mánudaginn. Stuð að hanga í svona lausu lofti með þetta... vúhú.
Fer í skírn á morgun. Kl. 9 um morguninn á morgun. Í öðrum bæ. Hver heldur skírn kl. 9 á sunnudagsmorgni? Danir! Í Danmörku eru skírnir svona morgun-thing. Demitt. Var áðan að skoða hvernig væri hægt að komast þangað og fékk þær upplýsingar að til þess að vera komin þangað fyrir kl. 9, þarf ég að leggja af stað héðan kl. 11 í kvöld og taka nokkra næturstrætóa og svo bíða fyrir utan kirkjuna í 6-7 tíma. Mér þykir það ekki mjög girnilegt (bæði vegna kvefs og lítils áhuga á að eyða laugardagsnóttum fyrir utan kirkjur í öðrum bæjum) og hef því spurt gestgjafana hvort það sé ekki einhver á leið í skírnina frá Árósum. Bleh. Er ekki búin að fá svar. Bleh.
Anyways, þá er ég farin að læra.
Nú er maður bara byrjaður í skólanum. Reyndar byrjaði ég aftur í skólanum 1. feb, en það er önnur saga. Það er alveg fyndið hvað þessi skóli er... tja hvað skal segja... öðruvísi. Öðruvísi þarf ekki að þýða neitt neikvætt, bara öðruvísi en maður er vanur. Eitthvað er verra og eitthvað er betra en gamli góði LhÍ. Núna þegar ég hugsa til baka til LhÍ, þá brjótast fram rómantískar og væmnar minningar um hversu æðislegt allt var og blablabla. En ég minni mig alveg á að það var alls ekki alltaf ógeðslega gaman í LhÍ. En langoftast samt.
Nú erum við til að mynda að hefja önnina og að dönskum sið er allt unnið í hópavinnu. Sem er mestmegnis ágætt, en stundum þreytandi. Þá sérstaklega þegar einn einstaklingur af fjórum er mjög hópavinnulega-heftur. Þá á ég ekki við mig, þar sem að það er sko ógeðslega þægilegt að vinna með mér. En já, einn aðili skilur ekki að stundum þarf maður að beygja eigin vilja undir hópavinnuna og/eða gefa aðeins eftir stundum. Það læra þau greinilega ekki í skólunum Austurevrópu.
Við fórum svo öll til Kaupmannahafnar í 'studietur' sem var mjög fínt, fyrir utan hvað það var ógeðslega morð-ógeðis-kalt allan tímann. Það er svo fökk-mikill raki þarna sem gerir kuldann extra erfiðan. OG þar sem að ég er greinilega ekki betur gefin en það að ákveða að fara frekar í fína hversdagslega jakkanum mínum í stað brettaúlpunnar (valdi hann af því að ég nennti ekki að vera með tvær utanyfirflíkur með mér. Hugsaði að maður gæti endað á að fara á skemmtistað, og þá er ekki gaman að vera í brettaúlpunni sinni.) Semsagt, mjög léleg ákvörðun, sem er þar að auki er búin að koma mér í koll, þar sem að ég er búin að vera að kljást við mega kvef síðan ég kom aftur heim til Árósa. Vei fyrir því. Missti svo náttúruleg af skemmtilegum 'fredagsbar' í gærkvöldi, þar sem að ég var heima að deyja úr kvefi. Smart. Fékk mér samt einn bjór í gærkvöldi í sárabætur.
Random myndir í random röð frá Kaupmannahöfn:
Brúin: Bryggebroen eftir Dissing Weitling. 2006. Eingöngu fyrir hjól og fótgangandi. Olli miklum deilum, þar sem að mörgum fannst verið að loka á báta/skipaumferð. Fyrsta brúin sem reist er í Kaupmannahöfn í 50 ár.
En í Kaupmannahöfn gisti ég fyrstu tvær næturnar hjá Fríði og Rikka, sem eru alveg frábær, og fiskunum þeirra. Síðustu þrjár næturnar gisti ég svo hjá Guðbjörgu, vinkonu Siggu, þar sem að Sigga gat ekki hýst mig, vegna plássleysis í nýju íbúðinni. Guðbjörg býr sko í gettóinu í Kaupmannahöfn. Þegar ég mætti á staðinn fyrsta kvöldið, var nýbúið að skjóta tvo dúdda í næstum sömu götu og löggan út um allt. Og svo vaknaði ég daginn eftir við miklar frygðarstunur í næstu íbúð. Og daginn eftir það. Og daginn þar á eftir.
En nú er minns á leið til Sigurvins þann 23. feb. Planið var að fljúga frá Kaupmannahöfn til Frankfurt, en þar sem að flugmenn Lufthansa ætla í verkfall 22-25. feb, þá getur verið að þetta breytist eitthvað. Glaaaatað. Er ekki alveg að nenna þessu. Sérstaklega þar sem að það tekur 50 mínútur að komast í gegnum símabiðröðina hjá ferðaskrifstofunni sem ég pantaði miðana hjá. Eins gott að ég keypti mér Skype credits. Voða þægilegt að láta tölvuna bara hringja fyrir sig og borga klink fyrir í stað þess að hækka símreikninginn um tugi þúsunda (ok, smá ýkjur) og þurfa að halda símanum upp að eyranu allan tímann, því að hátalarinn í símanum eyðir upp öllu batteríinu á no time. En ferðaskrifstofan veit ekkert hvað hún ætlar að gera í þessu fyrr en á mánudaginn. Stuð að hanga í svona lausu lofti með þetta... vúhú.
Fer í skírn á morgun. Kl. 9 um morguninn á morgun. Í öðrum bæ. Hver heldur skírn kl. 9 á sunnudagsmorgni? Danir! Í Danmörku eru skírnir svona morgun-thing. Demitt. Var áðan að skoða hvernig væri hægt að komast þangað og fékk þær upplýsingar að til þess að vera komin þangað fyrir kl. 9, þarf ég að leggja af stað héðan kl. 11 í kvöld og taka nokkra næturstrætóa og svo bíða fyrir utan kirkjuna í 6-7 tíma. Mér þykir það ekki mjög girnilegt (bæði vegna kvefs og lítils áhuga á að eyða laugardagsnóttum fyrir utan kirkjur í öðrum bæjum) og hef því spurt gestgjafana hvort það sé ekki einhver á leið í skírnina frá Árósum. Bleh. Er ekki búin að fá svar. Bleh.
Anyways, þá er ég farin að læra.